28 maí 2008
Konan og læstu hirslurnar
Einu sinni var kona og hún fékk mann í heimsókn og hann tæmdi allar hirslur hjá konunni, segjum hann hafi tæmt skartgripaskrínið, píanóið, bókaskápinn, bankahólfið, já allar hirslur, eða hjartað, lungun, mænuna, hugann, hann tæmdi allt hjá henni og hún var tóm á eftir og rúin öllu. Afhverju lét hún þetta viðgangast, kannski var þetta dramatilhneiging hjá konunni og hafði gerst oft áður, kannski hafði hún verið svona einmana og allt það svo hún lét þetta viðgangast, kannski var þetta ekki henni að kenna, en kannski gat hún ekki sett mörk, afhverju vildi konan vera rúin öllu, eða vildi hún það, svo hún þurfti ekki að taka ábyrgð á neinu. Og þegar allt hafði verið tæmt, þá gat hún orðið reið. Kannski hafði ekki fundið reiðina af því allar hirslur voru svona fullar og við það að þær tæmdust fannst reiðin. Bara afhverju var þessi reiði. (Framhald)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
I get much in your theme really. thank your very much i will come every day! quinceanera dresses Louboutin Shoes Christian Louboutin Pumps Evening Dresses
Skrifa ummæli