04 maí 2008

Mundu töfrana 10.maí

Nú þegar vornóttin er að leggjast yfir hjörtu vor einsog gegnsæ slæða og gerir okkur svo þakklát og bljúg, svo tindrandi viðkvæm blóm, eitt vor enn, þvílík titrandi dýrð, þá verður frumsýnt eitt lítið leikrit eftir mig, næsta laugardag kl. 22 um kvöldið. Og svo verða tvær aðrar sýningar, amk. 16. maí. Já Mundu töfrana, mundu töfrana.

Leikritið er um konu sem lifir í ævintýraheimi og þegar raunveruleikinn bankar uppá (ef hann er ekki orðinn leiður á því) býður hún honum inní ævintýraheiminn. Og lætur þá slást... ha ha ha. Djók. Reynir að koma þeim í hjónaband. Svo getur hún verið í kremjunni, hvar er næsta kremja, hvar er þilið milli ímyndunar og raunveruleiks. Og er til einn raunveruleiki eða margir. Hættu Elísabet!!!! Hvar er limmósínan þín og hvar er appelsínan þín.

En persónur og leikendur eru: (Þetta verður leiklestur sem er æðsta form leiksýninga)

Töfrakonan. Þorbjörg
Ella. Lilja Nótt.
Bróðirinn. Walter.
Græni maðurinn. Stefán Benedikt.
Tárið. Hannes Óli.
Hollywoodleikari. Andrew Keane.
Barnið. Vigdís.
Ballerína. Vigdís Eva.

Svo getur vel verið að ég hoppi inní... ef snúsnúbandið verkast þannig. Nei, best að sitja í salnum, ég er búin að vera svo mikið á sviðinu í skólanum að ég er búin reyna vera troða mér inní sýninguna en gengur ekkert, hugsa ég fari bara í Bláa Lónið á meðan.

Jæja ég er að bulla mig útí móa og verð að hugsa um gula birni tilað fá orku. En það virkaði.

Töfragarðurinn?
Töfragarðurinn?
Þetta er hún.
Hún?
Já hún.

Erum við inní henni.
Nei, hún á eftir að ná okkur.
Hún er svo veik.
En hún er falleg.
Já, hún er svo falleg.

Ástin er veik.
Já.
Við verðum að vera góð.
Hversu góð.
Mjög góð.

En ef hún er svona veik?
Þá leggjum við hana í rúmið.
Látum hana kúra á milli okkar.
Þá hlýnar henni.
Og allt verður gott.

Við skulum vera þar alltaf.
Alltaf?
Já alltaf.
Og hvernig er alltaf.
Hjá henni.

En ef okkur langar burt.
Okkur langar ekki burt.
Af því þetta er hún?
Eigum við að setjast.
Já, þetta er fínt.

Sjáðu augun í henni.
Þau eru slokknuð.
En þau er falleg.
Það gæti kviknað á þeim.
Það gæti gert það.

Hvert er hún að fara?
Inní örvæntinguna.
Örvæntingin er falleg.
Örvæntingin?
Örvæntingin já.

3 ummæli:

Guðrún Björk sagði...

Hvar?

Nafnlaus sagði...

ó mín kæra hvað ég hlakka til.
önnur Elísabet, móðir annars Garps krefst þess að fá að koma með mér og njóta. Er ekki pláss á fremsta fyrir tvo?
faðmur frá sjöllum bláum
Lísbet

Nafnlaus sagði...

Kassinn, Þjóðleikhúsinu.

Svo líka 13 og 16. maí.

Lísbet ég tek frá sæti fyrir ykkur tvær,

lísabetya