27 maí 2008
Töframaðurinn Bob Dylan
Ég sá strax að þetta var hann. Bob Dylan. Hann var svo fallegur, töfrandi, einsog töframaður, seiðmaður, galdramaður með orgel sitt og röööööööööööööööddin. Röddin. Hann hefði getað verið þúsund ára gamall. Með hatt og fjöður í hattinum, aðeins álútur, húmorinn, lífsgleðin, valdið, tæknin, hæfileikarnir, ég varð svo glöð, ég brosti, ég dansaði, ég hef séð Bob Dylan. Bob Dylan. Svona strákslegur líka og flottur. Tónleikarnir voru undursamlegir, lögin falleg, spilamennskan svo þétt, svo gott að heyra svona góða tónlist og Bob í miðjunni, galdrandi og maður hugsaði bara hvað margt sniðugt kemur frá Ameríku. Bob Dylan gerir Ameríku alveg stórmerkilega. Og svo í lokin þá tók hann Blowing in the wind.... í nýrri útgáfu, ég gat ekki orða bundist og sagði: Þakka þér fyrir, Bob Dylan. Því ef einhver skilur blowing in the wind... þá er það ég... bæði blowing and the wind.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli