20 maí 2008
Neyðarkall frá norðurskauti
Já, ég varð mjúk þegar ég heyrði í honum, og langaði tilað hafa eitthvað fallegt í kringum mig, það er gott þegar allt verður mjúkt því þá breytist ég og verð öðruvísi og langar tilað segja þér eitthvað fallegt. Einsog tildæmis gefa þér að borða úr fallegu skálunum mínum, og ef mig langar í karlmann þá kemur alltaf skræka röddin þjótandi: Elísabet, þú ert ástsjúk. Viltu að ég drekki þér í stórum bala, segi ég þá - því stundum langar mig bara að sitja á steini og syngja fyrir hafið og einhver er að hlusta og segir svo komdu í rúmið eða á bak við stein. Eða bara útí buskann þarsem við erum tvö og getum andað, andað, andað.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli