23 maí 2008
Svo opnaði hann píanóið
Já, svo opnaði hann píanóið. Og tíndi uppúr því lítil lög en konan hafði ekki leikið á það óralengi og ekkert verið að læra á það, hann spilaði auðvitað einhver bulllög en konunni fannst þau soldið sæt og hann með svona fallegar axlir og hendur að leika á píanóið, hún hugsaði með sér að kannski væri hann píanóstillingarmaður, kannski væri hann fatlaður, eða einhverfur og hefði óvart farið í ísskápinn og skartgripaskrínið en hefði alltaf ætlað sér að stilla píanóið, hún mundi samt ekki eftir því að hafa pantað stillingarmann. Svo skellti maðurinn píanóinu aftur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli