14 ágúst 2008

Kolbrá kom í heimsókn

Litla systir mín ætlaði rétt að koma við og breytti lífi mínu, hún bauð mér í bíó á Mama Mia og ég dýrka Brosnan og er búin að vera leita að ABBA-diskinum sem Jökull gaf mér einhverntíma og ég botnaði ekkert í því, ég skil það núna, ABBA BROSNAN, þvílíkt listaverk að sjá þennan mann syngja, já svo fyllti Kolbrá ísskápinn af þistilhjörtum, bauð uppá kínverskan mat, BLÁBER MEÐ RJÓMA, það er eitthvað andoxunarefni í þeim fyrir húðina, já, ég veit greinilega ekkert um lífið, ég bara andoxaði í mig þessum bláberjum, og svo horfðum við Kolbrá (Magdalena var að gista annarstaðar) á BROKEBACK-MOUNTAIN......!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Þvílík snilld, ég er bara búin að vera Brokeback Ella Stína. Allt um ástina.

Og hann þarna Heath Ledger og hinn. Kolbrá fannst hann sætari, mér fannst Ledger. En truflaði mig ekkert þannig samt, BARA SVO GÓÐ MYND, maður fær trú á lífið og langar að skapa.

Og takk fyrir að koma í heimsókn Kolbrá, þú ert yndisleg.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvernig væri að segja frá markaðnum í Perlunni? og móttöku á varningi í Síðumúla 15 frá 12-6 alla virka daga.
Nú eða jafnvel að bjóðast til að vinna þar og prútta
m

Nafnlaus sagði...

þökk þökk og sömuleiðis kæra sys... takk fyrir okkur!

bráin

Nafnlaus sagði...

Bara anytime,... það var svo gaman að fá ykkur í heimsókn,

...ella stína þistilhjarta