Núna erum við búin að drekka upp Jöklu og erum þessvegna soldið timbruð og sljó og blönk, en um þetta má ekki tala því næst ætlum við að drekka upp Þjórsá og rétta okkur svo af með Skjálfandafljóti.
En pælið í þessu, afhverju er kreppa á Íslandi eftir "stærstu framkvæmd Íslandssögunnar"
Það voru reyndar sumir hagfræðingar búnir að spá því, það var þaggað niður í þeim.
Afhverju eigum við að trúa því að allt reddist nú með álverum á Bakka og Helguvík. Og þegar kemur kreppa eftir þau álver þá getum við bætt við bara byggt álver.
Mér skilst að á Húsavík hafi gripið um sig Reyðarfjarðarveikin, þe. það er máltæki á Húsavík: Þetta kemur með álverinu. Og svo bara bíða þeir. Ógeðslega pirraðir yfir heildstæðu mati á umhverfisáhrifum. Amk. sumir þeirra.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Skál. Eigum við að borða saman fljótlega!? kv. ER
jú, og Þjórsá í glösunum ... nei, við erum ekki soleiðis, jú endilega, luv ju tú very muts. ekj
Skrifa ummæli