26 ágúst 2008

Veggurinn

Sumir menn eru veggir, þegar maður hefur orðið ástfangin af vegg nokkrum sinnum fer maður að þekkja þessa veggi og samtölin við þá. Gjörið svo vel. Og kommenterið svo.

VEGGURINN
Veggurinn.Þú ert æðisleg.
Ég. Takk. Finnst þér það.
Veggurinn. Ómótstæðileg.
Ég. Takk.
Veggurinn. Þegir.
Ég. Hvað segirðu annars.
Veggurinn. Þegir.
Ég. Ertu þarna?
Veggurinn. Þegir.
Ég. Sagði ég eitthvað vitlaust.
Veggurinn. Þegir.
Ég. Fyrirgefðu.
Veggurinn. Þegir.
Ég. Mér finnst þú æðislegur.
Veggurinn. Þegir.
Ég. Frábær. Gaman að tala við þig.
Veggurinn. Þegir.
Ég. Jæja, ég er þá farin.
Veggurinn. Bíddu aðeins.
Ég. Þegi.
Veggurinn. Ertu þarna.
Ég. Þegi.
Veggurinn. Halló.
Ég. Oh, þú ert svo sætur.
Veggurinn. Þú svaraðir ekki.
Ég. Ha.
Veggurinn. Þú svaraðir ekki þegar ég talaði við þig.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elísabet þú ert sjálf veggur, hvernig líst þér á að giftast mér og við verðum tveir hljóðir veggir...

Veggurinn

Nafnlaus sagði...

Þetta var mjög skemmtilegur texti :)
Kv.
Stína tengdadóttir

Nafnlaus sagði...

elsku stína,

yndislegt að fá komment frá þér, hlakka tilað sjá þig og ímynda mér að þú nennir í sund með gömlu konunni þegar þú kemur til landsins,

knús, tengdó

Nafnlaus sagði...

ég hef átt náin kynni við svona vegg.

Nafnlaus sagði...

Ég er sko alltaf til í sund :)
Kv.
Stínó

Nafnlaus sagði...

kæra baun,

já einmitt, kynnin geta orðið svo náin að maður getur horfið inní vegginn,

takk fyrir komment.

ekj

Nafnlaus sagði...

hæ stínó,
já sund, sund, sund,

hoppum í sund,

tjéngdóó

Nafnlaus sagði...

Þeir eru oft svo heillandi....

Áhugaverður texti:)

kv.
Sigga

Nafnlaus sagði...

ójá, stundum veggfóðraðir, eða gylltir, ...

takk fyrir komment sigga,

ekj