01 nóvember 2008
Ella Stína talar um góðærið
já, hér er ég í búðinni og það eru þrjúhundruð sósur og sjöhundruð kexpakkar, og trilljón kryddstaukar, og tvöhundruð tegundir af þistilhjörtum, og allt þetta gos, og allt þetta gos og allar þessar sápur, mikið er ég hamingjusöm, og allt þetta nammi, gos, djús, sviðasulta, álegg, sjöhundruð tegundir af kexi og allt þetta kaffi, sósur og súpur, og heill rekki af klósettpappír, og allir þessir ávextir, allt með rotvarnarefnum nema smá lífrænt og krumpað og betra, og þrjúhundruð sósur, þrjúhundruð sósur, þrjúhundruð sósur, ég ætla halda fund á austurvelli og segja frá því að það séu til þrjúhundruð sósur í búðinni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli