22 nóvember 2008

Fréttir frá Karólínu

Jökull og félag hans Spartans eru komnir í 32 liða úrslit yfir öll Bandaríkin. Það var svo kalt á vellinum að ég varð að dansa... og hrópa Common Blue Get Trough... það rímar sko. Ég er orðin lukkudýr hérna, það er eiginlega forsíðufrétt

ELLA STÍNA LUKKUDÝR......:)

Ég veit bara ekki alveg hvernig lukkudýr, sennilega einsog ég er, frábær og allt það, og meira frábær, en allir foreldrar eru búnir að hlaupa uppum hálsinn á mér og segja: You brought us luck, og meiraðsegja þjálfarinn sagði Jökli að við hefðum ekki tapað leik síðan ég kom. Ég er í rauninni snortin yfir þessu, lukkan er ekkert lamb að leika sér að, svo ég sagði bara thank you. Oh thank you. Nei, í alvöru þetta er fallegt og mér finnst það. Hélt bara að þetta kæmi aldrei fyrir mig, en það var einmitt það sem ég hugsaði þegar ég varð ólétt að tvíburunum.

Við Kristín keyrðum til Durham, Kristín er algjör ökuþór og ekur hér um Bandaríkin þver og endilöng einsog ekkert sé, framhjá risastórum trukkum, brjáluðum pallbílum, klikkuðum sportbílum, og svo ræðum við um lífið og tilveruna.

Og óskuðum okkur þegar við sáum stjörnuhrap.

Annars er ég komin með nokkur próf:

1. Ég er komin með próf á hundaól.
2. Ég er komin með próf á uppþvottavélina... næstum því.
3. Ég er ekki komin með próf á sjónvarpið eða videóið.
4. Ég er komin með próf á innkaupakerru í Wal Mart.
5. Ég er komin með próf á hliðin sem þarf að loka á fótboltaavellinum svo hundarnir sleppi ekki út þegar þeir eru að hlaupa um.
6. Ég er komin með próf á pepsidósina.

Og ég get farið út með ruslið og sagt við manninn sem býr í ruslagámnum: Enjoy, þegar hann segir: This is too much.

Engin ummæli: