04 nóvember 2008
Neikvæðar hugsanir
Jæja, þá má maður hugsa neikvæðar hugsanir og vera reiður, reiði er líffræðilegt viðbragð við ógnun, .... þetta kemur útúr kreppunni, nú sé ég skýringuna á því afhverju ég gagnrýndi ekki allar sósurnar, í góðærinu mátti ekki vera reiður eða hugsa neikvætt um sósur, þá er ég að tala um þrjúhundruð sósur í hillu eftir hillu, þöglar biðraðir, einmitt þöglar biðraðir, það var aldrei neitt gaman á kassanum, ekki nema þegar ég skemmtilega og frumlega kom með appelsínuna mína og sagði sigrihrósandi við kassadömuna, SJÁÐU APPELSÍNUNA MÍNA, og benti svo allri biðröðinni á þessa stórkostlegu appelsínu, en nei nei, í staðinn tróðust allir, maður fékk ekki frið tilað setja í pokann sinn, borga með peningunum sem maður hafði eytt lífsorkunni sinni í að búa til, nei alltaf að flýta sér, sósurnar og kexið... áfram gakk, búðir undanfarið hafa ekki verið neitt annað en útrýmingarbúðir, ég er verulega pirruð yfir því, ég veit þetta er neikvæð hugsun, ég ætla ekki að dvelja þar lengi, BURTU MEÐ SÓSURNAR.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli