19 desember 2008

Jökull stærðfræðingur

Jökull útskrifaðist í gær og er orðinn stærðfræðingur, þetta var algjör snilld, allir voru í búningum frá sextándu öld og Jökull var í bláum kufli og með skott húfu. Hann var glæsilegur. Svo teinréttur og glæsilegur. Það voru haldnar sniðugar ræður einsog:

Dont ask what the world wants,
ask what makes you come alive.

Og svo var annar prófessor sem sagðist ekki nenna að vinna, nema kenna nemendum sínum sem mættu aldrei í tíma og taldi upp allar afsakanir þeirra.

Jökull var í hafi af tvö þúsund útskriftarnemum, og við Kristín sátum fremst annarstaðar í salnum og höfðum gætur á lögreglunni að hún færi að handtaka neinn fyrir að klappa.

Svo fórum við heim, Kristín var búin að útbúa þvílíkar kræsingar, og Jökull fékk gjafir frá okkur, stærðfræðiboli frá henni og nafnspjöld frá mér. Um kvöldið fórum við á Red lobster og héldum ræður og einsog þessir humrar voru settir í sjóðandi vatn og þá kom kjötið út úr skelinni, þá vorum við líka öll soðin í tilfinningahita og rifum út á okkur hjartað og tjáðum ást og þakklæti.

Um miðnætti fórum við rúnt að skoða ótrúlegar skreytingar hér í bæ og fórum svo með Zizou og Keono út að hlaupa og skemmta sér. Kristín vann svo Jökul í körfubolta meðan hundarnir skutust inní runna að leita að íkornum, og í lokin fékk ég að skora eina körfu.

Þetta var dásamlegur dagur.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

elskuleg!
Mér finnst eins og ég geti ekki verið að kommenta þegar þú ert í útlöndum...ég er of takmörkuð hugsaði ég svo og ákvað að gá hvort stafirnir drífi alla leið.
Til hamingju með Jökul, hann á skilið klapp...væri ekki hægt að gera klapp-gjörning í sendiráðinu þegar hann skilar sér heim?

Lísbet

Nafnlaus sagði...

elsku lísbet

takk kærleg, ég hef hugsað til þín hér í ameríku og var að hugsa um blogga sérstakt lísbetarblogg af því ég saknaði þín svo,

jökull er sérstakt sendiráð og þar fer fram stöðugt klapp,

fattaði það ekki fyrren þú sagðir það,

þín for ever, elísabet

Kristín Bjarnadóttir sagði...

Algerar hamingjuóskir!

Nafnlaus sagði...

takk frú lyng og gott að heyra frá yður senorita, svíta svíta,

hér er fínt í ameríku, var að elda misheppnaða kjötsúpu, en kjötið var ágætt frá ástralíu,

fundum íslenskt skyr, ó ó ó.

home svít home,

algjörar krútt kveðjur, þín elísabet

Nafnlaus sagði...

Það að bera titilinn Stærðfræðingur og það í þessari ætt, er eitt það tilkomumesta afrek sem ég get ímyndað mér. Lengra verður ekki náð og svei mér þá ef þetta verður ekki skráð í sögubækur.........
Takmarkalausar aðdáunarkveðjur og böns af luv....
bráin

Nafnlaus sagði...

já, ég var líka í kjól af ömmu elísabetu víð útskriftina,

gaman að heyra frá þér,

hvernig er sófinn,

knús, elísabegt

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með lífið og öllu sem því fylgir!

Gleðileg jól mín kæra vinkona :)

Kærleikur, ást og friður!

Katrín Dagmar.

Nafnlaus sagði...

Katrín, sæta fína, takk fyrir þína jólakveðju, ertu á Íslandi,

gleðijól, sömuleiðis,

þín Elísabet