10 ágúst 2009
Ég vil fá að hlusta.
Í dag var ég að hugsa um að selja húsið mitt og hætta að skrifa og gera hvað? Ferðast, kaupa hús útá landi, byrja að leika eða dansa eða lesa. Aumingja litla bloggsíðan mín eða flytja á Selfoss þarsem sægur af ömmustelpum eru til húsa. Fór í sund og synti 20 ferðir í dag og í gær, tók til í geymslunni. Leiddi fund og fór svo með Huldu í labbitúr með Keano og Zizou, undursamlegt fallegt og logn logn, íslenskt logn, hver fann uppá þessu landi?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli