26 nóvember 2010

Jólaballið

Allt í einu urðu allir svo gamlir
með hrukkur og gleraugu,
alla þessa óvæntu drætti hér og hvar
gráhærðir og með grásprengt hár
og milt yfirbragð, milt augnaráð
augabrýrnar hurfu, varirnar þynntust,
hár stungust útúr andlitinu,
nefið stækkaði og eyrun,
já einn daginn vaknaði ég upp á jólaballinu
á Hótel Borg sjö ára gömul
og þá voru allir orðnir svona gamlir.

Engin ummæli: