Ég sker innanúr avakadó
og kreisti lime yfir,
og borða með teskeið
svo tími ég ekki
að henda því
liturinn er svo grænn.
28 september 2013
Var það ég sjálf
Eina helgina sem hann kom ekki
en hann var vanur að koma
en þá fann ég þetta hyldjúpa gap
logandi af sársauka
ég var heima hjá mér
en það var einsog væri annarsstaðar
svo gerðist það aftur
að maður svaraði ekki kommenti
frá mér á feisbúkk
þá fann ég aftur þetta gap
það var ekki eins djúpt
og ekki eins sársaukafullt
en nóg til þess að ég velti fyrir mér
hvaða gap þetta var
hvaða sársaukafulla hyldjúpa gap
var um að ræða?
Var það ég sjálf.
*
en hann var vanur að koma
en þá fann ég þetta hyldjúpa gap
logandi af sársauka
ég var heima hjá mér
en það var einsog væri annarsstaðar
svo gerðist það aftur
að maður svaraði ekki kommenti
frá mér á feisbúkk
þá fann ég aftur þetta gap
það var ekki eins djúpt
og ekki eins sársaukafullt
en nóg til þess að ég velti fyrir mér
hvaða gap þetta var
hvaða sársaukafulla hyldjúpa gap
var um að ræða?
Var það ég sjálf.
*
Allt svo þungt
Ég nenni engu,
ég nenni ekki í Listasafn Kópavogs
eða Kolaportið
eða útí Gróttu,
ég nenni engu,
mig langar burt
eitthvað annað
í eitthvað kunnuglegt í útlöndum.
Eða liggja einhverstaðar á vindsæng
og spyrja: Hvað gerðist.
Því allt er svo þungt.
ég nenni ekki í Listasafn Kópavogs
eða Kolaportið
eða útí Gróttu,
ég nenni engu,
mig langar burt
eitthvað annað
í eitthvað kunnuglegt í útlöndum.
Eða liggja einhverstaðar á vindsæng
og spyrja: Hvað gerðist.
Því allt er svo þungt.
Hugsun mín
Ég er að bíða eftir að það verði bankað,
hvort það verði:
Draslið
Ígulkerið
eða aðrar bækur
kannski verða það teikningar
ég heyri bara ekkert
fyrir hugsun minni.
hvort það verði:
Draslið
Ígulkerið
eða aðrar bækur
kannski verða það teikningar
ég heyri bara ekkert
fyrir hugsun minni.
11 september 2013
07 september 2013
Tímamótaljóð
Ég er alltaf að hugsa um þig
þú ert í höfðinu á mér
en ég vildi frekar að þú værir í rassinum
svo ég gæti kúkað þér.
*
þú ert í höfðinu á mér
en ég vildi frekar að þú værir í rassinum
svo ég gæti kúkað þér.
*
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)