28 september 2013

Allt svo þungt

Ég nenni engu,
ég nenni ekki í Listasafn Kópavogs
eða Kolaportið
eða útí Gróttu,
ég nenni engu,
mig langar burt
eitthvað annað
í eitthvað kunnuglegt í útlöndum.

Eða liggja einhverstaðar á vindsæng
og spyrja: Hvað gerðist.

Því allt er svo þungt.

Engin ummæli: