Eina helgina sem hann kom ekki
en hann var vanur að koma
en þá fann ég þetta hyldjúpa gap
logandi af sársauka
ég var heima hjá mér
en það var einsog væri annarsstaðar
svo gerðist það aftur
að maður svaraði ekki kommenti
frá mér á feisbúkk
þá fann ég aftur þetta gap
það var ekki eins djúpt
og ekki eins sársaukafullt
en nóg til þess að ég velti fyrir mér
hvaða gap þetta var
hvaða sársaukafulla hyldjúpa gap
var um að ræða?
Var það ég sjálf.
*
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli