11 júlí 2007

Ástin brýtur grindverk

Einu sinni var ég að lesa sögu úr Lúðrasveitinni um unglingsstelpu sem hafði skriðið inní sængurver útí kirkjugarði og svo hafði fiðrið þyrlast í myrkrinu einsog ástin og að ástin væri hlý, mjúk og kitlandi, og þá kom Jóhanna barnabarn stökkvandi uppum hálsinn á mér, fimm ára gömul og sagði: Ó amma, ertu að lesa um ástina, og Alexía tvíburasystir hennar bætti við eftir andartaksþögn: Já, ástin brýtur grindverk.

3 ummæli:

Kristín Bjarnadóttir sagði...

svo fullkomið að maður trúir því varla ...

Nafnlaus sagði...

þær segja líka: Amma, ég elska þig.

FULLKOMLEGA FULLKOMIÐ!

Nafnlaus sagði...

þettar var Elísabet ofuramma, mig langar so út í Flatey, er einhver á leiðinni... do do

ekj