Ég var með miðnæturboð í kvöld. Það er farið að dimma, skrítið og ég án þess að gista ofaní eldgíg eina sumarnótt. Ég elska björtu næturnar svo mikið að ég gæti sprungið inní nóttina.
En ég bakaði yndislegan heimilisfrið, eina kakan sem ég kann að baka. Með döðlum og súkkulaði.
Og gerði ævintýralegt ávaxtasalat, fulla skál, stóru rósóttu skálina, Bláber, jarðarber, nektarínur...
Og flatkökur með spægipylsu, hangikjöti og graflaxi.
Te í töfrakatlinum,...
foreldrar hennar Ingunnar komu hér, mamma, Garpur, Ingunn, Jökull og Bassi. Það vantaði bara Kristínu. En Jökull lagði blessun sína yfir heimilisfriðinn. Ég hef orðið svo fræg að baka Heimilisfrið í Norður-Karólínu eftir sérstakri ósk, svo frá Ísafirði 1978 -
Yndislegt fólk og gaman að bjóða fólki heim, ég ætti kannski að gera meira af því. Ég er líka svo yndisleg, ekki gleyma því. Og mér þykir svo vænt um fólkið mitt. Ég sá meiraðsegja Garp spila fótboltaleik í kvöld.
Það eru einhverjir að tala saman úti...lífið er dásamlegt.
*
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli