12 júlí 2007

Tengdadæturnar

Ég elska líka tengdadæturnar, af því ég nefndi börn og barnabörn, ég nefndi að vísu ekki syni mína, þeir eru ekki börn en ég hef rosalega gaman af börnum og næ alltaf sambandi, börn eru alltaf að segja mér eitthvað sem enginn annar segir mér og kannski verð ég fullkomlega ég gagnvart börnum, bók um það síðar, en þá nefni ég syni mína og tengdadæturnar, viljiði pæla í því, ÞRJÁR tengdadætur, þær koma skipinu alltaf á réttan kjöl og eru svo yndislega ungar og fallegar konur sem hægt er að tala um allt við, skóla, grænar baunir, fótbolta, nám, drauma, réttlæti, leiðir, ást, börn, peninga, og allt, - tengdadætur eru eitthvað það stórkostlegasta sem um getur, og ég segi bara takk stelpur. TAKK.


Þessvegna er Ella Stína kannski Ella Stína af því hún sér heiminn einsog barn. Ég er Ella Stína en samt er ég Elísabet. Þetta er ekki flókið. Og kannski þarf ekki að leggja niður Heimsveldi Ellu Stínu af því það er lokaða herbergið.


*

Engin ummæli: