23 júlí 2008
Embla Karen kíkti inn og skríkti
Hver nema Embla Karen kom hér í heimsókn í dag með foreldrum sínum, Ingunni og Garpi. Það er svo yndislegt að halda á henni í fangi sér og dáðst að henni, og svo skríkir hún af fögnuði og gleði yfir því að vera til. Og er svo íhugul og sposk á svipinn. Hún var með nýtt dót, alveg svakaflott, ég er að hugsa um að panta svona dót í jólagjöf, en lífið er yndislegt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Ég veit ekki hvort ég mun skríkja af fögnuði yfir því að vera til, tja, ekki nema þú hellir upp á alveg ótrúlega gott kaffi handa mér.
það er altalað um allan bæ hvað ég geri gott kaffi.
ég meina, ég geri ekki neitt, ég galdra ekkert eða ekkert, en þú munt skríkja, skríkja, skríkja,
en Embla Karen mun hafa vinninginn.
nema ég komi með mjólk, kók og kleinur. því ég á eitt sem ég get notað til að festa kaup á slíkt sem Embla á sennilega ekki, Kredirkort og yfirdrátt.
kleinur!!! fjúkked, nei Embla Karen á ekkert kreditkort eða það vona ég, bankarnir eru örugglega búnir að senda henni eyðublöð en hún lætur það allt fjúka útí vindinn.
sagðirðu kleinur, nú fer mig að langa í kleinur.
þú átt nóg af kremkexi.
er það einhver ævintýraheimur, ævintýraheimur er kominn útum allt, þrengir að mér, ég er að kafna, ég er búin að setja slaufu á ryksuguna, telja kremkexin, fá mér yfirdrátðtarheimild, víkka út hugann, eða þrengja hann,
best að telja kremkexin aftur, fá mér eitt og telja þau svo aftur,
ellastína
ég á sjö kremkex!!!
Skrifa ummæli