10 júlí 2008

Að rústa ímyndinni

Ég er ekkert svona töff og kúl, ég er blíð og viðkvæm en þori bara ekki að vera það, því það gæti rústað ímyndinni, ég rústa bara sjálfri mér í staðinn, svo hef ég líka mikið skap en það gæti líka rústað ímyndinni. Og svo þori ég ekki í sólbað útá tröppurnar mínar því iðnaðarmennirnir í næsta húsi gætu haldið að ég þyrfti ekkert að vinna. Svo skil ég ekki afhverju ég er að játa þetta, ég er ekki fyrir neinum dómstól, því miður.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ó Dog, þegqar ég festist í ímyndinni...
Þá endar það yfirleitt á að ég svo margar uppáhalds Lísbetar að ég get ekki ákveðið mig og enda sem vænisjúkur töffari með kjólasýki og rauðan varalit...einhversstaðar. Allt fyrir ímyndina.
Helvítis ímyndin hefur gert mig að fífli því ég get ekki borðað neitt frá kjarnafæði, verslað við Húsasmiðjuna eða klætt mig í neitt sem er notað af minna en fjórum áður en ég fer í það.
Svo fer ég að grenja.


Sagði þég þér einhverntíman að mig hefur dreymt hið titrandi tár úr verkinu þínu þrisvar í seinustu viku? Pottþétt ekki, ég veit að ég er ekki búin að því, en setti það samt svona upp, uppá ímyndina líklega, til að virka gleymin og carefree...eins og það skipti engu máli að mig hafi dreymt það
Það skiptir öllu máli.
kv
Lísbet

Nafnlaus sagði...

Lísbet, það er munur á karakter og ímynd, þú ert karakter og þessvegna getur þú verslað í Húsasmiðjunni, einfalt mál.

En merkilegt þig dreymdi tárið,
grátur er lífsmerki, sagði HalldórLaxness.

takk fyrir að dreyma tárið, ég held að þetta sé dýpsti draumur társins...:)

Ella Stína Prella Prína

Nafnlaus sagði...

ÉG MEINTI, LÍSBET,

þú ert KARAKTER og þessvegna getur þú EKKI verslað í Húsasmiðjunni,

ég bara fattaði þetta með muninn á karakter og ímynd þegar ég las kommentið frá þér.

ekj.