ég er búin að vera í allt sumar að reyna berja saman atburðarás í leikritið mitt, það ætti nú að vera auðvelt, ég var að skrifa það í þrjá mánuði í vetur en það var nú öðru nær, gekk ekkert né rak fyrren ég fór til stínu bjarna í hveragerði þarsem hún hefur hreiðrað um sig og byrjuð að baka rúgbrauð með tilheyrandi, já segjum ekki meir, ég smitaðist, það var komið nýtt hverasvæði í líkama minn, en þarna eitt kvöldið bjó ég til sögumann og þá fór skriðan af stað, þetta var kannski alltútaf því að við kristín erum hættar að hlæja, eða því heldur hún fram, við vorum að koma úr sundlauginni, ég lagði arminn utanum hana og sagði, jæja, hvað var nú gott að fara í sund, samt hafði hún verið lungann úr tímanum að lyfta og ekki tala við mig, en þá segir hún og slær mig gjörsamlega útaf laginu, VIÐ ERUM HÆTTAR AÐ HLÆJA SAMAN, AFHVERJU ERUM VIÐ HÆTTAR AÐ HLÆJA SAMAN, mér fannst þetta ekki fyndið, ég bara réði ekki situasjónina, og varð ógeðslega pirruð, ég hafði ekki stjórn á aðstæðum, þá verð ég pirruð, frýs, fer í fýlu eða gríp til annarra óyndisúrræða, í staðinn fyrir að leyfa þessari yndislegu setningu að fljóta þarna um á jarðskjálftasvæðinu, en afhverju verð ég alltaf að hafa stjórnina, já afhverju verð ég alltaf að hafa stjórnina. það er svo að guð komist ekki að.
en guð er sprunga.... og gegnum þessa sprungu kemst ljósið inn.
og afhverju má guð ekki komast að.
ókei, við vitum hvernig fór fyrir sókratesi, gerði lítið úr konunni sinni og var svo alltaf halló strákar. en þessi spurning, afhverju má guð ekki komast að, það gæti verið efni í næsta blogg.
fyrsta sem mér dettur reyndar í hug er, að það gæti bent til þess að ég væri manneskja ha ha ha ha ha ha ha. ef guð er til þá er ég manneskja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli