Þegar ég var lítil voru mörg orð skrítin, einsog ferðahugur, einsog eitthvað gæti breytt huganum og hann gæti orðið ferðahugur, einsog ferðahugurinn laumaðist einhverstaðar inní hugann, var ferðahugur kannski hugtak útaf fyrir sig?
Er kominn ferðahugur í þig?
Svo voru mörg fleiri skrítin orð einsog bráðkvaddur, það var alveg voðalegt orð, að kveðja í skyndingu, fyrirvaralaust, einsog maður bráðnaði inní sig, gæti kannski ekki einu sinni kvatt, og líka eitthvað dularfullt sem enginn réði yfir þegar ég spurði mömmu en hún kunni venjulega skil á öllum orðum.
*
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli