25 ágúst 2008

ég er sæt

Ég fékk sjúkrabíl í morgun því það var alveg að líða yfir mig, svo komu sjúkramennirnir og tóku púlsinn svo núna hef ég engan púls og líka blóðþrýstinginn og sögðu mér að elda hafragraut á morgnana, og sögðu mér að hringja aftur ef það færi aftur að líða yfir mig, en það hefur bara tvisvar liðið yfir mig og eiginlega bara einusinni, það var í frystihúsi í hnífsdal og svo næstum þegar fyrsta leikritið var sýnt og nú um helgina lék ég fyrsta hlutverkið mitt eftir listaháskólann, ég lék einmana konu, eða ég lék hana ekki, ég var hún, ég fattaði ekki hvað ég var einmana fyrren ég fór til írlands og svo núna um helgina þegar ég var að spila ein á borði í bingó og alltaf að reyna kontakta með því að trufla gáfulega.

einmanaleikinn var svo nístandi og mig langaði að hringja í einhvern... einhvern ókunnugan, hvernig stendur á því, kannski gamla fantasían að einhver ókunnugur myndi bjarga mér, já já já, svo kannski var alveg að líða yfir mig af einmanaleika, og ég þurfti félagsskap tveggja ókunnugra sjúkrarflutningsmanna sem hljómuðu mjög kunnuglega, einsog mamma, þegar þeir sögðu mér að elda hafragraut.

nú nú, ég er búin að kaupa haframjöl. en ég veit ekki hvort ég hef tíma tilað elda hann handa mér á morgun, hef ég tíma fyrir sjálfa mig. eða bara þráhyggjurnar mínar sem éta mig upp. ég er sæt.

2 ummæli:

Kristín Bjarnadóttir sagði...

að éta eða vera étin, það er spurningin.

en sæta blóm, tilhvurs er tíminn ef ekki til að elda hafragraut svona einu sinni á dag og borða hann?

helst með eplum rúsínum banönum og mjólk já eða bara rjóma, svo gott svo gott

og fara í yoga eða eitthvað álíka fyrir blóðið og hugann

loveyou/k

Nafnlaus sagði...

já, það hefur gripið um sig hafragrautaræði, minnir mig á the old days...

og tennurnar,

takk fyrir fallegt komment.

knús, ellastína