04 ágúst 2008

Grumpy old Elisabet

Ég hef allt á hornum mér, þá er nú skárra að poppa uppí smá maníu eða þunglyndi helduren vera í skapvonskukasti, ég tildæmis vaknaði og hugsaði um að hætta að blogga af því svo fáir kommenta!!! Og svo er netið bilað. Og síminn lokaður, og fjármálin í steik, og ég er að hugsa um að fara vinna á barnaheimili, aumingja börnin, mig langar að fæla alla frá mér svo allir hætti að tala við mig, og þá get ég átt verulega bágt og einangrað mig. Einangrun er óskastaða geðsjúklingsins eða alkhóhólistans, þá er lífið einsog það á að vera, en ég hef ekki kynnst svona skapvonsku áður, ég þarf sennilega að fara á fleiri fundi, ég hef nefnilega alltaf verið í góðu skapi síðan ég varð edrú, Linda hélt um daginn að þetta væri breytingaaldurinn, eitthvað sem ég vil ekki horfast í augu við, en ég ætti kannski að bjóða þennan breytingaaldur velkominn, og ég er nú reyndar aðeins að hugsa vel um sjálfa mig, og svo þori ég ekki á sviðið en mig langar en þori því ekki, og svo hugsa ég, það hringir enginn í mig, en hringir þú í einhvern, mig langar að vera á sviðinu og bara þegja. Og mig vantar strigaskó og gleraugu, en ég burstaði á mér fótleggina um daginn, burtu allar dauðu húðfrumurnar, og setti olíu á fótleggina, og svo er ekki málið að vera eitthvað rosalega unglegur og já svo hringdu Katrín og Elísabet í mig og komu í heimsókn, og buðu mér í heimsókn en ég hef bara hringt í bankann og hann var lokaður, og svo held ég sé með egglos, og svo hringdi kona í gær tilað segja mér að þessi plant-mál hjá henni hefðu ekki virkað, og hún hefði ekki efni á að fá sér plant útum allt, og hef ég efni á því, og hún sagðist hafa talað við starfsfólk á elliheimili sem sagði þetta væri að plaga gamla fólkið en ég er einmitt á leið á elliheimili, og ég fer aldrei í sund af því þá þarf ég alltaf að tala við alla í heita pottinum, og þetta er allt svo grumpy old Elísabet og aumingja Elísabet, og ég fatta þegar ég skrifa þetta ég hef verið lokuð inni í einhverri hugmynd síðan í sumar, og ekki sagt neinum og ekki talað við geðlækninn minn og ekki farið til læknis af því hvað maginn á mér er þaninn og skrítinn, og ég nota ekki innleggin mín, og það er einsog ég hati sjálfi mig en hatur er einmitt óskastaða fyrir geðsjúklinjga og alkóhólista en þetta er samt búið að vera næs sumar, en ég held að ég sé einhver drottning sem allir eiga að snúast í kringum, ...

ég er samt byrjuð á nýju bókinni minni, búin að sækja um styrk tilað skrifa hana, búin að tala við útgefanda sem vill ekki gefa hana út, búin að viðra allt og taka þvílíkt til, skrifaði synopsis, og svo nenni ég ekki alltaf að vera hetja, en amma var svona, maður átti alltaf að hringja í hana og ég er að verða eins, and I am only 50.

Svo er ég búin að leiða fundi og sponsa for first time in Alanon, fókusera á reiðina, já einmitt, the grumpy old look. The grumpy old hook.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta var þrusugóð færsla Elísabet!! Svona útrásarfærsla- gott að hafa einhverja útrás í kreppunni! Svo þarftu ekkert að tala við neinn í heitapottinum- en í sundið skaltu fara!

Kær kveðja,

Katrín ;-)

Kristín Bjarnadóttir sagði...

Fínt skapvonskueintal með húmor ... and
love

Nafnlaus sagði...

katrín! á grumpy dauða mínum átti ég von en ekki kommmenti frá þér mín yndislega, ég tók til sunddótið og var alveg tilbúin en átti þá engan pening...

svo ég labbaði útað horni í staðinn.

en fór reyndar í TVÆR HEIMSÓKNIR í gærkvöldi, fyrst til Mána frænda og fjölskyldu og so Bjössa vinar míns sem býr aleinn og segir að versta fyrir geðheilsuna séu blankheit.

Var að vakna,klukkan að verða ellefu og sól úti, kannski kemst ég í sund í dag, hugsa það nú bara,

ást og útrás, ella stína

Nafnlaus sagði...

Takk Kristín mín, hvernig var flugið, takk fyrir að samhuggast mér í þunglyndiskreppunni,

ég ætlaði einmitt að fara taka út færsluna þegar ég sá kommentin frá ykkur, sona er ég meðvirk, bara að ykkur fannst þetta gott þá samþykki ég það, en það er ágúst sól úti skínandi, ekki einsog heit og júlí sólin en yndisleg.

the grumpy elísabet

Nafnlaus sagði...

Mér fannst þetta flott færsla :) Það var svo mikil hreinskilni í henni sem var svo flott.
Ljóðið þitt var rosalega flott til mín, takk fyrir það :)
Alltaf þegar ég verð svona geðvond þá finnst mér geðveikt að fara í göngutúr ein með tónlist og bara reyna að hugsa um ekki neitt.
Kv.
Kristín tengdadóttir

Katrín sagði...

Takk fyrir póstinn- ég verð að gefa mér tíma í að lesa þetta, hef hann ekki alveg nægan eins og er.

Það er yndislegt í sólinni að ganga út í Nauthólsvíkina og liggja þar á handklæði, kannski með bók í hönd og jafnvel penna! Skjól og næði. Þá geturðu líka farið í pottinn sem er þar eða bara í sjóinn sem er nú enn betra - og náttúrulegra.

Hann spáir blíðviðri á fimmtudaginn ;).. um að gera fyrir þig að skella þér í Nauthólsvíkina!

Þín Katrín.

Nafnlaus sagði...

Takk Kristín,

hef þetta stutt, vesen á netinu, best ég prófi þetta með tónlistina,

knús að eilífu, lot of love, elísabet

ps. hefur óbama komið til norður - karólínu

Og katrín, já nauthólsvík, ég á að fá nautabein tilað gróa saman við mig, samhengi...

love you babe,Elísabet

Nafnlaus sagði...

Ég var bara að lesa kommentin frá ykkur öllum,

Grumpy old Elisabet slær í gegn.

Horfði á Casanova með H. Ledger, en nú eru tvær myndir sem mig langar að sjá Wall - E og Batman,

ég er reyndar tveir menn, Batmann og Hamlet, annar lifir venjulegu lífi.

Ætla á Alanon fund í kvöld,

ástarþakkir fyrir commmmment.

elísabet

Nafnlaus sagði...

ætti ég kannski að gera skapvonsku-standup!!!

oh, svo frumleg. bara so frumleg.

Nafnlaus sagði...

hér vantar alltíeinu fjögur komment... mjög furðulegt.

rannsaka málið.

ég var búin að svara kristínu, og katarínu.

Nafnlaus sagði...

Viku seinna birtust kommentin aftur, mjög furðulegt, mjög furðulegt, hvað er á seyði,

opnun, Elísabet