06 ágúst 2008

Hamingjusólin

Embla Karen Garps og Ingunnardóttir er fimm mánaða, hún er búin að fara til Ameríku og til Aðalvíkur, þar veiddi hún nokkra ísbirni, tíndi tonn af bláberjum, dáleiddi silunga og FÓR Í FJALLGÖNGU. Þar sem ég er búin að smitast af Garpi er ég orðinn hagyrðingur og hér kemur vísa um fjallgönguna hennar Emblu, hún fór uppá Darrann!!!


Embla Karen ofurhetja
ofar og ofar vildi hún setja
markið sæta og fjallið sigra
sjóði fann hún voða digra.


'


ps. Það tók mig sólarhring að berja þessu saman, svipað og vísu sem ég gerði fyrir Kristínu hans Jökuls þegar hún kom úr Evrópureisunni. Já, sólarhring. Ég var soldið ánægð með þá vísu líka, er bara ekki með hana í höfðinu. En jú, hér kemur hún.


Kristín hún er komin heim,
henni var tekið höndum tveim
hún fór geðveikt útí geim,
gaman var það evró-sveim.


'

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég fékk þá lukku í mig að hitta Garp og Ingunni og Emblu og hann þarna pabbanns Garps.
Þvílíkt sem þetta barn er fallegt og ljúft.

Ég lét lofa upp í ermina á þér kaffibolla og smá nostalgíu með mér og þeim öllum.
Við næsta tækifæri.
Rosalega held ég samt að það sé hættulegt að lofa að gera eitthvað við næsta tækifæri...því það er alltaf næst, ekki fyrst, og ekki bara við, heldur næst.
Það getur endalaust veirð næst á dagskrá.
En flott ljóð um ofurflotta dömu.
kv
Lísbet úr Ísbjarnarfirði

Nafnlaus sagði...

Lísbet!!!!

Ég er búin að sakna þín, ég vissi þú hefðir verið í ísbjarnarfirði, já nú er ég bráðum að koma vestur og fá mér kaffibolla með þér, ég finn hvernig ég get bráðum farið útúr húsinu og hvert sem er,...

netið er ótryggt þessa dagana, ég hef ekkert komist inná síðuna þína, en Garpur þetta yndi er að redda þessu fyrir móður sína,

nú skil ég afhverju hinir synir mínir hafa flúið land,

en ég er að fara á alanon fund og fá mér mjólkurglas,

mjólkurbarnið Elísabet

Nafnlaus sagði...

GOtt að fara á fund, og mjólk er góð.
ísafjörður enn betri ó mæ

ég er skotin í strák sem á heima rétt hjá þér bráðum, og þá kem ég oft til reykjavíkur til þess eins að vera anguvær við komuna og tregafull við brottför.
Finn hvernig ég hlakka samt pínulítið til þess að vera í sturluninni að eiga skot sem er langt í burtu.
Ég elska það þegar ég er ekki nógu vel upplögð. Nei samt ekki ég, heldur hin ég, hún elskar það, mér mér finnst eiginlega betra að láta strjúka á mér hárið og vera róleg.