Þú getur unnið fullt hús tilfinninga á Tilfinningabingóinu á Menningarnótt, fer fram á kaffistofunni á Kjarvalsstöðum kl. 18, laugardaginn 23.ágúst.
Gleði, leynisorg, söknuður, angurværð, pirringur...
eru smá pirraður, heví pirraður, ekkert pirraður.
Þér gefst kostur á að sýna tilfinningarnar sem þú vinnur...
Þröstur Leó, Steinunn og Elísabet tilfinningastjórar sýna tilfinningabombur og tilfinningafötlun og svo mætir kannski ein Dúlla sem finnur ægilega mikið til.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Verður brunabíll á staðnum? ef kviknar í manni fyrir alvöru þarna meina ég.
stina stuð
nei, þú bara brennur,
ekj
haha ... öskubíll, takk!
það var lagið babe,
ef þeir væru nú ennþá til, en nú er það bara helv. endurvinnslan,
þú gætir orðið eggjabakki ef þú tjáir tilfinningar þínar,
dellan sem veltur uppúr mér,
enelskaþigsamt
ohhhh, hvað er ég að gera í finnlandi þegar ég get farið og boðið upp skildusorgina mína og grætt pening...
iss
Menningarnótt Helsinki var reyndar á föstudagskvöld...ekki slæmt show, en samt. tilfinningar í finnlandi er eins og loftí maga miðað við loft í maga sem er eins og tilfinningar á íslandi
kv
Lísbet
skyldusorg,... við höfum það með á næsta torgi, gott að heyra í þér, hefur alltaf langað til finnlands,
hlýja, elísabet
Skrifa ummæli