03 nóvember 2008

Til Ameríku!!!!

Ég er búin að lakka táneglurnar... fjólubláar, pakka oní risatösku, kaupa hangikjöt, þrífa eldhúsið fyrir leigjandann, og koma öllu haganlega fyrir í mínu herbergi, og ég var ALEIN heima í kvöld að elda hafragraut og þarf að fara með bílinn í smurningu á morgun, og hvað hvað meira, kaupa gjaldeyri ha ha ha ha ahahahahahahhahahahahah... svo hvað, já hverju gleymi ég, engu, ég ætla nefnilega að chilla í Ameríku hjá Kristínu og Jökli og Zizou....!!!!! Hundinum þeirra, úlfinum með bláu augun, ég er mjög spennt að vita hvar Zizou setur mig í goggunarröðuna, ... hvort ég fæ að fara út að labba með henni og sjá hana grafa holu, þessar holur eru mjög spennandi, og hvað fleira, ó já svo verð ég að kveðja Emblu Karen og Garp og Ingunni, Embla Karen fær loksins bláa trefilinn sem ég prjónaði á Írlandi-Íslandi, þetta er töfratrefill, það er svo mikið af róandi hugsunum í honum, og já eftir að pakka tannburstanum, en þetta er svona algjört rólegt kvöld, af því að vitið þið hvað!!!!!!!!!!!!!!

ÉG FÉKK BOÐSKORT FRÁ AMERÍKU...

Frá skólanum hans Jökuls, um að vera viðstödd hátíðahöldin þegar hann útskrifast,... ég er búin að lesa það í bak og fyrir, graduation from University of North Carolina Greensboro.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Spennó - spennó - spennó.

Bið að heilsa Jökli og Kristínu.

Kveðja, Herdís Pála.

Kristín Bjarnadóttir sagði...

Góða ferð Blóm!!! Nú verð ég heldur betur að teygja á huganum til að ná til þín ... knús og koss.

Nafnlaus sagði...

Já, hugarteygjur, ... gaman að heyra frá þér, búin að vera hugsa til þín, ...

hvernig gengur spænskúnámið,

knús, Elísabet

Nafnlaus sagði...

Og hæ Herdís, gaman að heyra frá þér aftur,

bið að heilsa í bæinn,

knús, Ella Stína

Kristín Bjarnadóttir sagði...

Stóðst fyrsta málfræðiprófið. Alger galdur, ég sem gleymi öllu, meira að segja stundum að gá á númerið á sporvögnunum sem ég tek til að komast í skólann hahah. Ættli líklega að blogga bráðum svo ég gleymi ekki hvað ég er að fást við ... nýtt knús til þín Blóm