16 apríl 2009

Ég á afmæli :) :) :) :) :) :) :)

Sextándi apríl, skrítið að vera orðin svona gömul, ég vissi að 51 tæki við á eftir 50, en svo gerðist það, en ég er líka mjög þakklát fyrir þennan háa aldur og er með flís í hælnum, eitthvað úr fyrri heimsstyrjöldinni og sól úti, og ég skrifa og skrifa, var reyndar að vakna, 11.45. Svefnpurrkó.

Tilstendur að fara í danstíma í dag, 5ryþma dans, svo væri gaman ef Embla Karen ræki inn nefið ásamt foreldrum sínum, jæja Elísabet, stop væntingar, lífið er dásamlegt, dásamlegt, en ég hef töfrandi viðmót sem aflar mér fljótunninna vinsælda og kökubakstur, með döðlum og súkkulaði, ég bara nenni ekki neinu nema fleygja mér í silkidúkinn. Kaffið sleppur. Ég er yndisleg og ótrúleg manneskja.

Tekið er á móti kommentum um lýtaaðgerðir og hamingjuóskir:

8 ummæli:

Kristín Bjarnadóttir sagði...

TIL HAMINGJU!
ÁSTAR OG SÓLSKINS KNÚS
frá Sverige
ÞÍN K

Ingunn sagði...

Hún á afmæl'í dag
hún á afmæl'í dag
hún á afmæl'ún Elísabeeet
hún á afmæl'í daag!

Til lukku með daginn elsku Elísabet :)

Nafnlaus sagði...

takk elsku Kristín, gott að fá þitt sólskinsknús,

þín Elísabet rithöfundur

Nafnlaus sagði...

elsku ingunn,

takk fyrir þennan afmælissöng, sem er nota bene fyrsti afmælissöngur dagsins,

knús, takk, þín Elísabet tengdó

Nafnlaus sagði...

Mín kæra systir!
Reyndi að ná í þig símleiðis en þú eflaust í miklu partýstandi og að sinna aðdáendunum....Sendi þér glitrandi sólstafi... luv all around,
bráin

Nafnlaus sagði...

eg var að passa aðdáenda númer 1, Emblu Karen, höfðum það svakalega gott,

fór svo í dansinn,

aafundinn og skriftirnar.

luv, elísanbet

afsprengill.bloggar.is sagði...

Ég er alltaf sein...
En komment um hamingjuóskir og lýtaaðgerð..má ég skipta og nota fegrunaraðgerð?

Mér finnst aldurinn vera flottasta fegrunaraðgerð hverrar konu! Það er ekkert fallegra en litlu rendurnar í kringum augun sem segja frá hversu mikið þessi kona hefur hlegið, og þarna rétt fyrir ofan nefið, á milli augnanna er aginn, ennið sýnir allt sem hún sá í fyrsta sinn (mér finnst það vera "mömmusvæðið"- alltaf að lifta brún við börnum sínum). Allar hetjurákirnar eru staðsettar frá nafla og tvístrast mismunandi eftir hverri konu (og hverri meðgöngu). og hendurnar....don´t get me started with the hands! Þegar þú lest þetta Elísabet, skoðaðu á þér úl(n)liðinn, taktu t.d hægri höndina og sjáðu litlu fallegu kúluna sem er við samskeyti handarbaks og framhandleggs- ÞETTA ER FALLEGT!

Njóttu fegrunaraðgerðarinnar elskuleg, til hamingju með þig!

fjallafaðmur
Lísbet

Nafnlaus sagði...

ú úa úa í, má ég vera alltaf í þessum fjallafaðmi með tærnar útí sjó,

takk ástlega lísbet, elísabet