18 apríl 2009

Meira um guð - heyrt á fundi

Ég heyrði soldið um guð í morgun, - að ef maður byrjaði að tala við hann þá yrði hann til. Þannig að sköpunarsagan er svona núna:

Og svo fór ég að tala við guð og þá varð guð til. Og guð sagði að þetta væri harla guð og ég sagði takk guð. Og svo sagði ég við guð: Guð getur þú hjálpað mér að vakna á morgnana því ég bara sef og sef og held ég sé komin með krabbamein svo ég fer aftur að sofa og vakna ekki fyrren um hádegið og þá er orðið of seint að fara á fund en það er einn sætur maður á fundinum en ég hitti hann aldrei en hann er bara á hádegisfundum svo hvað á ég að gera guð, ef þú gætir hjálpað mér að vakna, því mér finnst líka gott að vakna á morgnana og eiga svona stund með mér þarsem ég er bara að skrifa og hef mig svo til og fer á fund og hitti fólk og heyri í öðrum og er í rauninni alveg sama um þennan mann, ég nenni ekki alltaf að pæla í mönnum guð, í alvöru, ég er orðin yfir mig þreytt á því, það er einsog þetta sé einhver skylda.

Og guð, afhverju lætur þú mig röfla svona, ég stoppa ekkert, hvað getur stoppað mig guð, ég er að spekúlera hvað þú hefur að segja núna fyrst þú hefur orðið til. Því ég gæti kannski orðið skotin í einhverjum stelpum í staðinn og afhverju lætur þú mig röfla svona, kannski vantar mig bara ást guð og ætti að láta renna í bað.

Ég er skotin í vatni. Og vatnið er skotið í mér.

Og guð sagði: Ég bjó til vatn sem yrði skotið í þér og þú í vatninu og jörð sem yrði skotin í þér og þú í jörðinni, eld og loft, en þú átt að passa þig á þessu og ekki láta flæða uppúr baðkarinu.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

While I surf blog , i found a all new trick in http://pic-memory.blogspot.com/Vistor can comment and EMBED VIDEO YOUTUBE , IMAGE. Showed Immediately!
EX : View Source.
http://pic-memory.blogspot.com/2009/02/photos-women-latin-asian-pictu...(add photos and videos to Blogspot comments).
Written it very smart!
I wonder how they do it ? Anyone know about this , please tell me :D
(sr for my bad english ^_^)

email: ya76oo@ya76oo.com
thanks.

Kristín Bjarnadóttir sagði...

Flottar sögur sem þú ert að blogga .... Æ læk þetta með ást á vatni /k

Nafnlaus sagði...

Takk mín yndislega, ég hélt kannski að ég ætti að hætta að blogga fyrst ég skrifaði bara um ást á vatni og enginn kommenteraði,

fór í leikhúsið í kvöld að sjá: Ég heiti Rachel Corrie. Mjög flott, fór svo á myndlistarsýningu hjá Páli á Húsafelli, í barnaafmæli og á fund... púff hvað ég er búin að gera mikið og var í bleikum sokkabuxum.

ég er í söknunarkasti til þín.