26 apríl 2009

Garpur og Jökull 25 ára

Fallegustu tvíburabræður í heimi og yndislegustu eru 25 ára í dag, ég er svo hrærð, ég er svo góð, þeir hafa gætt lífið töfrum og ákveðni, sífelldum uppákomum og alltaf verið að kenna mér eitthvað nýtt. Hér eru nokkur spakmæli eftir þá, mína kærleiksdrengi og kvikindi af guðs náð:

"Mamma, ef þér leiðist, pantaðu þá bara sjúkrabíl." Jökull

"Mamma, hættu að hugsa, þú hugsar of mikið." Garpur og Jökull

"Ég get ekki beðið eftir að Embla fari að gista hjá þér og fái sinn skammt af töfrum og stjórnleysi." Garpur

"Eigum við ekki að koma og rústa útidyrahurðinni hjá þér." Garpur

"Mamma, þú ert svo mikið fórnarlamb." Garpur

"Ég var að vona að þú gætir slappað af...." Jökull

"Ertu búin að taka pillurnar þínar!!!" Garpur og Jökull

"Þú ert á gestalistanum." Jökull

"Þú ert í lagi einsog þú ert." Jökull

"Vertu einsog heima hjá þér." Jökull

"Viltu passa í kvöld." Garpur

"Þú ert nú vön að geta beðið um það sem þú vilt." Jökull

"Viltu passa Zizou og Keano." Jökull

"Lífið er stundum erfitt og það er ekkert í varið í lífið nema það sé stundum erfitt." Garpur

"Ég myndi vita ef þú værir þunglynd, þú ert bara meðvirk, komdu með mér á fund." Garpur

"Það er ekkert til í ísskápnum." Garpur og Jökull

"Megum við panta pizzu?" Garpur og Jökull

"Þú ert besta mamma í heimi." Garpur og Jökull

"Prótínskortur er ekki neitt." Jökull

"Þetta er kannski prótínskortur ha ha ha." Garpur

"Þú kveður okkur alltaf einsog við séum á leiðinni í stríð." Garpur

"Hugsaðu um allt það góða og fallega..." Garpur og Jökull

"Mundu töfrana." Garpur og Jökull

*

4 ummæli:

garpur sagði...

Til hamingju með daginn móðir góð !

Nafnlaus sagði...

takk, mikið var þetta fallegt,

þetta fer á spakmælalistann,

ást og hamingja og allt í kærleika, þín mamma

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þennan merka áfanga tvíburamamma :)
Knús frá okkur Emblu!

-Ingunn

Nafnlaus sagði...

takk elsku Ingunn mín og Embla, og flott veisla hjá þér og ykkur í gær,...:)

krúsknúsmjús, tengdórúst! ókei, Elísabet