11 apríl 2009

Embla Karen fer niðrað tjörn

Ég fór með Garpi og Emblu Karen niðrað tjörn í gær, það var dásamlegt að sjá hana svona hugfangna horfa á fuglana, svani, endur, máva, gæsir, og vatnið speglaðist og á hreyfingu, ein lítil dama komin í heiminn, svo sæt og fín, og yndisleg að uppgötva heiminn. Ég var að passa hana um daginn, þá saknaði hún foreldra sinna svo mikið að hún tók mynd af þeim og setti í fangið á sér en varð þá svo yfirkomin af söknuði að hún beygði af. Það er svo yndislegt hvað svona litlar manneskjur eru stórar, og minna mann á hvað maður er mikil tilfinningavera og sannur í hjartanu.

Engin ummæli: