30 mars 2009

Gleðitíðindi

Jökull og Kristín eru að flytja heim eftir fjögurra ára dvöl í Bandaríkjunum, það verður yndislegt, með þeim í för eru ofurhundarnir Zizou og Keanó, sem hafa gert það að verkum að ég lít með velþóknun á alla hunda, brosi til þeirra og klappa þeim stundum, já. Það verður yndislegt að hafa þau heima, Jökull ætlar að spila með Víkingi og Kristín er enn í námi, ég verð öll kvöld að passa hundana og Emblu Karen, og svo verður standandi læri og gómsæti í borðstofunni, kannski verð ég búin að rífa vegginn, hver veit, og hvítu blómin blómstra.

Velkomin heim....:)

*

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er mjög glöð fyrir þína hönd Elísabet, þú hefur þá fleiri sem þú gert reynt að stjórna,

Þrúða Brá Jónsdóttir

Nafnlaus sagði...

Þrúða Brá, þú ert yndisleg

Elísabet Kristín

Nafnlaus sagði...

Vertu ekki að reyna að stjórna mér með elskulegheitum,

Þ. Brá Johnson