27 mars 2009

Systkinin IV

Það er enginn heima.

Hvernig veistu?

Ég veit það bara.

Þú veist það ekki neitt.

Það er enginn heima.

En í svefnherberginu.

Nei.

En stofunni.

Nei.

Eldhúsinu.

Nei.

Hún kemur heim fljótlega.

Ég sá hana fara niðrí fjöru í morgun.

Hún er komin aftur.

Með kuðunga í matinn.

Engin ummæli: