24 mars 2009
Hekla undir rjómasúpu
Ég fór að Heklu, ekki lengra en að hvítu vikursöndunum þarsem voru tveir hestar í vetrarklæðum, og lækurinn lék á flautu sína, það var komin ný brú og hana mátti dúkleggja. Hekla faldi sig eða sveipaði rjómaskýjum, stundum sást í neðstu hlíðar hennar, örlítið í toppinn, já þetta var allt með sykri og rjóma og ekki vantaði súrefnið í andrúmsloftið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli