18 mars 2009

Það sem ég hef lært í dag...

Að heimurinn ferst ekki þótt ég fái ekki ímeil á fimm mínútna fresti.

Að allir sjá hvað ég er æðisleg en það tekur enginn eftir því.

Að fortíðin er best geymd í kassa en stundum leynist örlítið brot úr henni sem hægt er að nota í framtíðina.

Að lífið er dásamlegt og Elísabet er full af ást og kærleika.

Já, og friði.

Hún lyftir augabrúnunum af því hún nennir ekki að stunda lyftingar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég sendi þér ímeil á fimm mínútna fresti, ég skil ekki að þú hafir ekki fengið þau....?

Ertu að meina þetta, ég meina er þetta satt...!!!!!

Knúsfríður