27 mars 2009

Systkinin I

Ertu sofnaður?

Nei.

Geturðu ekki sofnað.

Ég veit það ekki.

Ertu að hugsa.

Hugsa?

Já.

Nei.

Erum við ein heima?

Ein heima?

Ég held þau séu farin.

Farin hvert.

Út.

Það mundi skellast.

Þau hafa lokað hljóðlega.

Heyrðirðu það.

Mér heyrðist það.

Þau eru ekkert farin.

Þau eru kannski að klæða sig í.

Þau mundu ekkert klæða sig í.

Úlpuna.

Þau myndu ekkert klæða sig í úlpuna.

Heldurðu að þau mundu fara úlpulaus.

Þau eru vön því.

Engin ummæli: