27 mars 2009

Systkinin 25

Fékkstu pönnukökur í sveitinni.

Ég var alltaf í sömu peysunni.

Voru allir vondir við þig.

Nei, góðir.

Góðir?

Já. Ég fékk pönnukökur.

Er það öruggt.

Já.

Varstu örugglega í sveitinni.

Já, hvar varst þú.

Ég var að baka pönnukökur úti í Flatey og passa Jón Gísla.

Jón Gísli, hver er það?

Frændi okkar.

Ég gleymi öllu í sveitinni.

Ég er systir þín, ég heiti Amalía.

Ég man ekki hvað ég heiti.

Þú heitir Tómas.

Þú veist ekkert alltaf hvað ég heiti.

Ég veit allt. Ég stjórna öllu.

Ég heiti ekki Tómas.

Manstu ekki eftir honum.

Nei.

Mér finnst svindl að þú getur farið í sveit og skilið hann eftir.

Þér finnst allt vera svindl.

*

Engin ummæli: