27 mars 2009

Systkinin III

Og svo át nornin litla ljóshærða barnið, sleit af því puttana og át einn og einn í einu.

Kjökur.

Ertu farin að gráta?

Nei.

Fyrst át hún puttana, svo hausinn, augun, munninn, nefið, hárið, hún setti þetta allt í pott og þú varst að éta þetta í kvöldmat því nornin býr hér, hún sést bara ekki alltaf.

Kjökur.

Ertu farinn að gráta.

Nei.

Svo setti hún grautinn á diskana, og grauturinn var búinn til úr litla ljóshærða stráknum sem var látinn éta sjálfan sig.

Grátur.

Æ, ertu farinn að gráta, ég skal hugga þig, svona, svona, þetta er allt í lagi.

Engin ummæli: