Hann sagði mér
að hausinn á honum
væri tómur
svo ég tók hann
upp að hjarta mínu
þar var allt dauðhreinsað
eftir síðasta haus.
Hann sagðist aldrei
mundu gera það aftur
hann hafði bara misst stjórn.
Ég fékk það beint
framan í mig
en það var ekki neitt
aðeins merki.
Ég fór að hugsa um
Hvort ég ætti að hreyfa mig
Svona eða hinsegin
Til hægri eða vinstri
Hvort ég ætti að segja
Þetta eða hitt
Og hvort ég ætti að
Segja það svona eða hinsegin
Bara allt allt í lagi
Svo framarlega sem ég gerði
Engin mistök.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Elísabet
Hvernig skrifar maður bók?
Lísbet
Takk fyrir að spyrja.
Ég ætla svara þessu á morgun engillinn minn,
þín Elísabet
Flott!!
Alva.
Takk Alva, takk fyrir,
þín Elísabet
Hæ Elísabet, yndislegt að lesa ljóðin þín, þau fá mann til að líða alls konar...
kv. Svana
Skrifa ummæli