20 júlí 2012
Embla kom í heimsókn
og við gengum útá Eiðistorg, ætluðum í fjöruna á leiðinni en hún var of stórgrýtt svo ég treysti mér með barnið, slysin gera ekki boð á undan sér, en það var einsog einhver hefði tekið til í fjörunni, kannski þessir fjórir mávar sem spígsporuðu þar um, og það var fjara semsagt, Embla á hlaupahjóli og ég með myndavélina, tek myndir af öllu núna, og við ræddum um það þegar við fórum síðast í fjöru, já hvenær var það nú síðast, spurði ég. Þegar ég gisti hjá þér, sagði hún. Já, sagði ég, var Óskar með?
Nei, svaraði hún, Óskar var ekki kominn í heiminn.
'
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli