20 júlí 2012
Líkamsrækt og sund
Fór í líkamsrækt og sund, súpaði prótín drykk á eftir og kom við á Lindarbraut 10 og tók Ellu Stínu uppí, hún vildi fara skoða sæljónin með Óskari, við sættumst á húsdýragarðinn amk. svona í fljótu bragði séð, ætlaði að kaupa tösku handa mömmu en keypti uppþembulyf og hægðatregðulyf, setti sundbolinn til þerris útá tröppur og það er sól, Ella Stína vildi líka horfa í sólina, ég held ég teikni handa henni sæljón nei sól og leiki sæljón nema hún vilji gera það en Embla vildi heldur að ég segði sögu en hún og við fórum í bókabúðina og það var yndi að hafa hana svona lengi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli