Ella Stína labbaði mjög hægt í kvöld eftir sólarlagsbrautinni og þá sá hún margt mjög dásamlegt einsog æðarkollur og blika og skarfa og kríur og strá mörg saman einsog vöndur, mjög mörg saman sem bærðust þokkalega í vindinum, og baldursbrár og ekki köttinn sem hún sá síðast og ölduna falla að og skilningarvitin náðu þessu öllu í rólegheitunum því hún labbaði svona hægt og rólega og þá sá hún allskonar undur og stórmerki og eitthvað lítið og undursamlegt sem sést ekki venjulega. Og ég sakna svo barnabarnanna að það liggur beinast við að selflytja þau til landsins.
Ella Stína. Prella Prina.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég labbaði líka hægt í New York enda opnuðust allir leyndardómar,
undir leiðsögn,
Skrifa ummæli