08 júlí 2007

Ég fékk að heyra það í vetur í skólanum að hreyfingar mínar væru svo fallegar, já líð eða svíf á jörðinni. Með þokka. Sjálf hafði ég ekki hugsað um hreyfingar fyrren ég sá Einar Þór Daníelsson þann knáa fótboltakappa og hreyfingar hans, síðan er ég ofurviðkvæm fyrir hreyfingum.


Ég er hreyfing. Vertu hreyfing.


*

Fyrir þá sem ekki vita það, þá dansa ég á hverjum degi, jú Katrín veit það, en aðrir vita það ekki, ég dansa í einrúmi, oft á dag og er örugglega að undirbúa mig fyrir eitthvað, það er bara eitthvað nýtt byrjað í lífi mínu.

En ekki segja neinum. Dans.

Ef ég dansa ekki þá er eitthvað að, þá er ég sennilega að hugsa. Svo ég dansa. Og það er ekki hægt að hugsa meðan maður syngur.

Guðmunda Elíasdóttir sagði mér að syngja meira. Syngdu meira, sagði hún. Já, sagði ég, ég skal syngja meira. Ég er alltaf syngjandi, ég er svo dásamleg, ég syng þegar ég skrifa. Og ef það er sárt er ég að gera vitleysu, það er aldrei sárt að syngja, stundum erfitt, ég lærði söng í átta ár, ef gengur vel að skrifa þá er ég að syngja.

Ég meina hafiði vitað dásamlegri manneskju en mig.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það væri þá helst ég.........
M

Nafnlaus sagði...

Mamma, þú slærð í gegn hér í Heimsveldinu.

Eigum við að koma uppá Skaga á morgun og sjá Jökul keppa? Við gætum kannski heimsótt Kolbrá í leiðinni.

Ekj