21 júlí 2007

Húmar að kveldi, dásamlegt.

Ég ætla bara segja hvað ég sé dásamleg áðuren ég fer að sofa, ég er svo dásamleg, og lífið er svo dásamlegt að það þarf ekki nema rétt að kíkja og þá sér maður það, og stundum þarf ekkert að kíkja, stundum blasir það við, og ég er að skrifa sögu sem kemur útí haust og var að vinna eftir ströngu plani sem fór allt fjandans til í dag. Þá hjálpaði það mér að ég bakaði köku í gær, kakan varð að vera tvo tíma í ofninum. Sagan mín er búin að vera allan daginn í ofninum, svona svipað og þegar ég bakaði rúgbrauð allan daginn 17 ára gömul norður á Ströndum á olíueldavélinni, þrumari, sagan mín verður semsagt þrumari. Já svona er lífið dásamlegt og líka fótbolti.

Jökull og Kristín komu í heimsókn í dag og bara þegar ég hugsaði um það varð lífið enn dásamlegra. Hugsa sér, þau sátu hér við eldhúsborðið. Eldhúsborðið er dásamlegt, það á sér langa sögu og ég elska sögur, það háir mér stundum, einsog með sófann minn sem á sér sögu, Einar Ben. lá í honum og sófinn er þannig að það þarf að klæða hann gulláklæði. Afi og amma áttu eldhúsborðið. Þegar maður segir sögu þarf maður bara að gera deigið, setja það í lítinn pott, setja litla pottinn í enn stærri pott og passa svo að það sé nóg vatn. Og ekki gleyma að kynda vélina á svipuðum hita allan daginn. Svo er bara alltíeinu komin bók. Dásamlegt.

Svo hugsar maður bara um hvað lífið sé dásamlegt og allt.


*

Annars er stefnan að vera með stand-up-comidian um mín karlamál. Ég veit um einn sem ætlar að kaupa sig inn. Dásamlegt.

3 ummæli:

Kristín Bjarnadóttir sagði...

Ég kem! kaupi flugmyðann um leið og þú auglýsir stað og stund.

Kristín Bjarnadóttir sagði...

Og til hamingju með þrumarann og pottinn. Minnir mig á léttinn við að fatta að hægt var að suma nánast hvaða kjól sem var bara maður hafði grunnmynstur og mál.
KB

Nafnlaus sagði...

þá eru komnir tveir,

ég hugsa ekki um annað en flatey og hvort einhver geti ekki numið mig á brott útí eyna þarsem ég geti ráfað um einsog í ljóði því það gerir m. útí flatey,

verður ljóð.

ekj