06 júlí 2009

Farið hefur fé betra

já, ég bloggaði hér um daginn að maður væri heilbrigður á milli maníukasta, þvílík gleðitíðindi, en, það er eitt en, að ég hef látið það eftir mér að verða hrædd við maníuna á milli, eða þunglyndið, og ég var að hugsa um það þegar menn detta ofanaf húsþaki eða eru næstum drukknaðir, keyra útaf, þá geta þeir orðið hræddir við húsþök, vatn eða vegi, ég er alltaf hrædd við að fara í maníu og hræðslan truflar venjulegt líf. Hér koma nokkur ráð í því sambandi:

1. Taka utan um sjálfan sig og segja: Æ, æ, æ, veiktistu skinnið mitt, svona svona þetta verður allt í lagi, ég skil að þú hefur orðið hrædd. Það er svo vont og sárt að veikjast svona.

(Ef maður getur ekki tekið utanum sjálfan sig er gott að fá einhvern annan til þess.)

2. Segja við sjálfan sig: Hvað með það þótt maður fari í maníu, þú lifðir þetta af, þótt þú finnir byrjunareinkennin geturðu leitað hjálpar.

3. Ef þetta dugar ekki segir maður: Farið hefur fé betra!

En það er semsagt betra að nota þessi ráð heldur en að láta hræðsluna ná tökum á sér "á milli".

Góðar stundir.

Engin ummæli: