08 júlí 2009

Jóhanna Engilráð

Ég var í skírn í Trékyllisvík, Hrafn bróðir minn og Elín kona hans skírðu litla barnið sitt, það hlaut nafnið Jóhanna Engilráð, ... sterkt og hugljúft nafn. Barnið ómótstæðilegt og forvitnilegt, veislan unaðsleg í þoku sem sveipaði allt dulúð. Þeim tókst að ná saman bróðurpartinum af fjölskyldunni alla leið norður og héldu fallegar ræður og svo kyrjuðum við meiraðsegja kærleikann. Allir í sveitinni komu í veisluna og börnin sáu um skemmtiatriðin, - á eftir fórum við í Krossneslaugina þarsem öldurnar sleikja fjórða vegginn og um kvöldið var brenna og tveir bálkestir, annar til að grilla sykurpúðana, hinn tilað loga glatt.

2 ummæli:

Kristín Bjarnadóttir sagði...

til hamingju með bróðurdótturina! virkar óneitanlega kraftmikið og hugljúft bæði nafnið og atburðurinn eins og þú segir frá ...
knús og kveðja
þín Kristín

Nafnlaus sagði...

já, gaman að heyra í þér, var aða koma úr reykholti, þar rýkur í sumarnóttinni,

elísabet