13 júlí 2009

Sjálfshyggjan á bálið


Hér sést engillinn sem Elísabet breyttist í eftir að hafa kastað sjálfshyggjunni sinni á bálið. Einsog þið sjáið er hún í bleiku, angurvær og sterk, og hún er að drekka úr túrkísbláum bolla. (Myndirnar tók Hafdís Hrund en þetta er í fyrsta sinn sem Ekj tekst að setja myndir inná bloggið og hætta að væla í öðrum að gera það fyrir hana. En þær komu samt í öfugri röð en hva!!)





Hér er bálið sem nornin Elísabet kastaði sjálfshyggjunni sinni á. Konan með skallablettinn sem notar sjálfshyggjuna sem staf tilað styðjast við það er Elísabet. Hún uppgötvaði í þessum gjörningi að hún notar sjálfshyggjuna sem lurk tilað "lemja fólk með" og sem staf tilað styðjast við.




Hér sjáið þið nornina Elísabetu sem er á leið með sjálfshyggjuna á bálið. Hún hefur valið sér lurk í Kolgrafarvík á Ströndum þareð hún var búin að fá nóg af sjálfshyggjunni og allt þetta ég ég ég... ég á bágt, ég er feit, ég er edrú, ég þarf að keyra þessa vegi, ég þarf að fá mér tyggjó, ég þarf að anda, ég þarf að eiga bágt, ég þarf að vera í sokkum, allt þetta ég ég ég. Einn daginn í Trékyllisvík var hún tilbúin að kasta því á bálið og hefja nýtt líf. 5.júlí 2009






9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott hjá þér
M

Nafnlaus sagði...

Takk, gaman að fá komment frá þér mamma, takk fyrir og knús,

þín Elísabet

Nafnlaus sagði...

Frábært og takk fyrir að fá að fylgjast með og mundu að þú ert dýrmæt, kv.Jóna

Nafnlaus sagði...

Takk elsku Jóna og takk fyrir kommentið, ég verð nú að bráðum að sjá þig yndislega kona,

þín Elísabet

Ingunn sagði...

Til hamingju með mynda-árangurinn! ;)

Nafnlaus sagði...

Taaaaaaaaaakkk, bráðum kemur myndasyrpu um Emblu...

Gott að eiga ömmu sem er laus við sjálfshyggjuna. Takk mín elskuleg.

þín Elísabet

Nafnlaus sagði...

Geggjaðar myndir hjá þér og tilhamingju með að ná að setja þær sjálf inn ;) Kveðja Tabitha

Nafnlaus sagði...

Hæ Tabitha....

GAMAN AÐ HEYRA Í ÞÉR,

takk, þín Elísabet

Nafnlaus sagði...

Takk köttur, geri ráð fyrir að þetta séu Bernharð Óskar og Kúrt mínir uppáhaldskettir og vinir.