Að taka inn lífið, taka inn blómin, vatnið, kertalogann, að taka inn allt lífið svo maður fái innsæi.
Ég sá litla stelpu með pabba sínum á bílaplaninu við Nóatún og hún sagði, sjáðu pabbi, pollur, en pabbinn var að flýta sér og þau horfðu ekkert í pollinn en í honum speglaðist himinninn og svo var soldið skítugur. En pollur sem hún greinilega tók inn. Eða veitti athygli. Tók inn, útilokaði ekki, hafnaði ekki.
Ég lærði þetta á bekknum hjá Erni í dag, þessi þráláti verkur í þriðja auganu, einsog einhverju sé stungið inn og hrært. Allt lokaðist. Svo prófaði ég að taka inn, nuddstofuna, sporthúsið, kópavoginn, ég lærði þetta af Trékyllisvík sem sagði við mig: Elísabet, geturðu ekki tekið mig einsog ég er, gleymt því að ég er að fara í eyði, eða fara ekki í eyði, og séð mig einsog ég er, dregið mig inní þig. Takk.
Góða ferð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli